Opnunartími frá 08 - 17

Meðgönguvernd

Meðgönguvernd

Fjölskyldum sem búsettar eru á þjónustusvæði stöðvarinnar eða eru með heimilislækni á stöðinni býðst þjónusta á meðgöngu. Markmiðið er að stuðla að farsælli meðgöngu með faglegri umönnun, fræðslu og stuðningi. Stuðst er við klínískar leiðbeiningar um meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu. Ljósmæður sinna meðgönguvernd en haft er samráð við heimilislækna og fæðingarlækna þegar þörf er á.

Æskilegt er að koma  í fyrstu skoðun 8-12 vikum eftir síðustu blæðingar.  Velkomið er að hafa samband við lækni eða ljósmóður fyrr sé þess óskað og mælt er með því ef um langvinna sjúkdóma er að ræða eða lyfjatöku að staðaldri.  Fjöldi mæðraskoðana fer eftir aðstæðum, oftast 7-10 skipti.  Faðir eða annar stuðningsaðili og systkini eru velkomin með í skoðanir.

Hægt er að fá símaráðgjöf hjá ljósmæðrum stöðvarinnar. Móttökuritarar taka niður skilaboð og ljósmæður hafa síðan samband eins fljótt og unnt er.

Á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru í boði  ýmis námskeið fyrir verðandi  foreldra. 

Sjá nánar á heimasíðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

 

 

Hvar erum við?

Heilsugæslan Salahverfi
Salavegi 2 - 201 Kópavogi
Sími
590 3900
Almennur opnunartími frá 08 - 17