Ef þú ert með einkenni eða grun um COVID smit þá skaltu halda þig heima og skrá þig í sýnatöku á Mínar síður á Heilsuveru. Ef þú ert ekki með rafræn skilríki þá er hægt að hafa samband við heilsugæsluna, Læknavaktina 1700 eða á netspjalli Heilsuveru.
Síðdegisvakt
• Bókað er á vaktina í síma 590-3900.
Almennir komutímar:
• Fullorðinn einstaklingur sem á bókaðan tíma mæti einn nema þörf sé á fylgd.
Mæðravernd:
• Konur koma einar í skoðanir á stöðina og alls ekki koma ef minnsti grunur um veikindi, þá hringja.
Ung- og smábarnavernd:
• Einungis eitt foreldri mæti með barnið í skoðanir í ung- og smábarnavernd.
Við minnum á Heilsuveru þar sem hægt er að endurnýja lyf og senda skilaboð varðandi styttri erindi til læknis.