Opnunartími frá 08 - 17


Vinsamlegast kynnið ykkur nýjustu fréttir vegna COVID-19 veirunnar – fréttirnar eru uppfærðar reglulega. Fara á vef Landlæknisembættisins
 

Bólusetning við inflúensu 2021

 

 

Stefnt er að því að bólusetning við inflúensu hefjist 20. október, þessi dagsetning verður staðfest um leið og hægt er.      

Fyrstu vikuna bólusetjum við forgangshópa. Eftir það verður opnað fyrir almennar bólusetningar.

Forgangshópar:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Barnshafandi konur.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan

 

Að minnsta kosti fjórtán dagar þurfa að líða á milli bólusetningar gegn COVID-19 og inflúensubólusetningar.

Forgangshópar fá bóluefnið frítt en borga komugjald, 500 kr., nema eldri borgarar og öryrkjar sem eru undanþegnir komugjaldi. 

Þau sem eru yngri en 60 ára og tilheyra ekki áhættuhópum borga bæði komugjald, 500 kr, og bóluefnið sem kostar nú 1.700 kr.

Bólusett er frá kl. 8:30 til 12:00 og ekki þarf að panta tíma.

Til að flýta fyrir er best að vera í stutterma bol eða skyrtu til að auðvelt sé að bera handlegg. Munið eftir grímu og komið ekki í bólusetningu ef einhver COVID-lík einkenni, kvef eða önnur öndunarfæraeinkenni eru til staðar.

 

Hvar erum við?

Heilsugæslan Salahverfi
Salavegi 2 - 201 Kópavogi
Sími
590 3900
Almennur opnunartími frá 08 - 17