Opnunartími frá 08 - 17


Vinsamlegast kynnið ykkur nýjustu fréttir vegna COVID-19 veirunnar – fréttirnar eru uppfærðar reglulega. Fara á vef Landlæknisembættisins
 

BOÐIÐ UPP Á BÓLUSETNINGU VIÐ INFLÚENSU Í LAUGARDALSHÖLL

 
 
Hefðbundin bólusetning við inflúensu fyrir 60 ára og eldri fer fram í Laugardalshöll að þessu sinni. Í Höllinni verður boðið upp á bæði örvunarskammt við Covid-19 og bólusetningu við inflúensu og er hægt að velja um að fá annað hvort eða bæði.
 
Bólusett verður alla virka daga fram til föstudagsins 7. október milli klukkan 11 og 15 í anddyri Laugardalshallar.
 
Þau sem þegar hafa fengið fjórða skammtinn af bóluefni við Covid-19 eru sérstaklega hvött til að mæta og þiggja bólusetningu við inflúensu.
 
Fyrir þau sem vilja þiggja bólusetningu við Covid-19 þurfa fjórir mánuðir að hafa liðið frá því þau fengu þriðja skammt af bóluefni. Einnig þurfa fjórir mánuðir að hafa liðið frá því viðkomandi jafnaði sig af smiti af Covid-19.
 
Notast verður við nýja útgáfu af bóluefni við Covid-19 og verður því ekki boðið upp á grunn bólusetningu fyrir þá sem ekki hafa verið bólusettir áður. Fólk er vinsamlegast beðið um að mæta í stuttermabol innst klæða til að auðvelda bólusetningu.
 
Eftir að bólusetningarátaki 60 ára og eldri er lokið er stefnt að því að bjóða yngri en 60 ára sem vilja örvunarskammt upp á bólusetningu á heilsugæslustöðvum. Þar verður einnig boðið upp á bólusetningu við inflúensu á sama tíma fyrir þau sem það vilja.
 
 

 

Hvar erum við?

Heilsugæslan Salahverfi
Salavegi 2 - 201 Kópavogi
Sími
590 3900
Almennur opnunartími frá 08 - 17