Almennur opnunartími alla virka daga frá kl.  08 - 18

Inflúensubóluefni ófáanlegt

05.11.2019

Því miður er inflúensubóluefni ófáanlegt á stöðinni og mögulega verða frekari flensubólusetningar ekki í boði þennan veturinn. Ef unnt verður að fá meira bóluefni verða upplýsingar færðar inn hér á heimasíðuna.

 

30. september 2019

Boðið er upp á bólusetningu gegn inflúensu á Heilsugæslunni Salahverfi alla virka daga kl. 9-12 og 13-15. Ekki þarf að panta tíma í bólusetningu.

Inflúensa er veirusýking sem einkennist af háum hita, þurrum hósta, höfuðverk, beinverkjum, oft með hálssærindum og nefrennsli. Þessi einkenni koma fram snögglega. Gera má ráð fyrir að inflúensu faraldur geti staðið yfir allt frá október fram í mars. 

Hætta á alvarlegum fylgikvillum inflúensu er mest meðal aldraðra og einstaklinga með bælt ónæmiskerfi, en inflúensan leiðir á hverju ári til dauðsfalla meðal eldri borgara. 

Búast má við að bólusetning geti veitt a.m.k. 60-70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast.

Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að sem flestir verði bólusettir, ekki síst þeir sem tilheyra eftirfarandi forgangshópum:

  • Öllum sem orðnir eru 60 ára.
  • Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmönnum sem daglega annast fólk með aukna áhættu (sbr. ofantalið).
  • Þunguðum konum.

Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald.

Vinsamlegast hafið samband við starfsfólk stöðvarinnar ef þið óskið eftir nánari upplýsingum um bólusetninguna.

 

Hvar erum við?

Heilsugæslan Salahverfi
Salavegi 2 - 201 Kópavogi
Sími
590 3900
Almennur opnunartími frá 08 - 18