Ung- og smábarnavernd
Markmið ung- og smábarnaverndar er að fylgjast reglulega með heilsu og framvindu þroska barna frá fæðingu til 6 ára aldurs ásamt því að veita foreldrum stuðning þannig að börnunum séum búin bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði á hverjum tíma.
Heimavitjanir
Boðið er upp á heimavitjanir fyrstu vikurnar eftir fæðingu barns og í kjölfarið skoðanir á heilsugæslustöðinni. Fljótlega eftir að fæðing hefur verið tilkynnt heilsugæslunni hefur hjúkrunarfræðingur samband við foreldri til að kynna þjónustuna, finna tíma fyrir heimavitjanir og veita foreldrum stuðning eftir þörfum varðandi umönnun barnsins og líðan sína.
Heimsóknir á heilsugæsluna
Þegar barnið er 4 vikna gamalt er boðið upp á fyrstu heimsókn til hjúkrunarfræðings á heilsugæslunni. Sá hjúkrunarfræðingur sem sinnti ykkur í heimavitjunum tekur að öllu jöfnu á móti ykkur á heilsugæslunni til að stuðla að samfellu í þjónustunni. Gott getur verið að skrifa hjá sér spurningar sem vakna fyrir heimsóknir á heilsugæslustöðina. Við þriggja mánaða aldur hefjast bólusetningar.
Fyrirburar
Heilsugæslan sinnir ung- og smábarnavernd fyrirbura sem fæddir eru fyrir 32 vikna meðgöngu og/eða ef fæðingar þyngd er undir 1500 grömmum. Markmið þjónustunnar er að fylgjast reglulega með heilsu og framvindu þroska barnanna. Hjúkrunarfræðingur fyrirbura fer í heimsókn til fjölskyldunnar á Vökudeild Landspítalans og heimavitjun fljótlega eftir útskrift barnsins af sjúkrahúsinu. Foreldrar eru beðnir um að hafa samband við hjúkrunarfræðinginn við útskrift af vökudeild. Fjöldi heimavitjana fer eftir þörfum hverju sinni og fyrsta heimsókn á heilsugæslustöðina fer eftir aldri barnsins og hvenær barnið er í eftirliti hjá nýburasérfræðingum vökudeildar.
Skoðanir og bólusetningar
Hér má sjá yfirlit yfir skoðanir og bólusetningar í ung- og smábarnavernd eftir mismunandi aldri:
Aldur | Hver skoðar | Hvað er gert |
< 6 vikna | Hjúkrunarfr. | Heimavitjanir |
6 vikna | Hjúkrunarfr. og læknir | Skoðun |
9 vikna | Hjúkrunarfr. | Heimavitjun eða skoðun á heilsugæslustöð |
3 mánaða | Hjúkrunarfr. og læknir | Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu. |
5 mánaða | Hjúkrunarfr. | Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu |
6 mánaða | Hjúkrunarfr. | Skoðun og bólusetning gegn Meningókokkum C |
8 mánaða | Hjúkrunarfr. | Skoðun og bólusetning gegn Meningókokkum |
10 mánaða | Hjúkrunarfr. og lækni | Skoðun |
12 mánaða | Hjúkrunarfr. | Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu. PEDS Mat foreldra á þroska barna. |
18 mánaða | Hjúkrunarfr. og læknir | Skoðun og bólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum í einni sprautu, PEDS Mat foreldra á þroska barna |
2 1/2 árs | Hjúkrunarfr. | Skoðun, PEDS Mat foreldra á þroska barna, BRIGANCE þroskaskimun |
4 ára | Hjúkrunarfr. | Skoðun, sjónpróf, PEDS Mat foreldra á þroska barna, BRIGANCE þroskaskimun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki og stífkrampa í einni sprautu |
Ung- og smábarnavernd styðst við Leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd sem Embætti landdlæknis gefur út í samvinnu við Þróunarsvið.
Leiðbeiningarnar eru ætlaðar fagfólki en eru einnig mjög gagnlegar fyrir foreldra ungra barna.
Við 6 ára aldur tekur skólaheilsugæslan við. Frekari bólusetningar eru 12 ára, bólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, auk þess fá 12 ára stúlkur HPV-bólusetningu sem veitir vörn gegn leghálskrabbameini. Gefnar eru tvær sprautur með 6 mánaða millibili. 14 ára, bólusett gegn barnaveiki, stífkrampa, kíkhósta og mænusótt.
Æskilegt er að fá bólusetningu gegn mænusótt og stífkrampa á 10 ára fresti eftir að barnabólusetningu lýkur.
Hvert á að leita ef barnið veikist?
Til heimilislæknis á heilsugæslustöðinni í síma 590 3900 frá kl: 08-17.
Hjúkrunarfræðingar veita upplýsingar og ráðgjöf í síma 590 3900 frá kl. 08-15.
Læknavakt Reykjavíkur. Smáratorgi 1, Kópavogi.
Sími 1770. Opið frá 17:00 - 08:00 virka daga.
Um helgar: Opið allan sólarhringinn.
Viðtals- og vitjanapantanir í síma 1770.
Neyðarvakt lækna, ef ekki næst í heimilislækni eða staðgengil á virkum degi, frá 08:00 - 17:00. Sími 112