Hér má sjá yfirlit yfir skoðanir og bólusetningar í ung- og smábarnavernd eftir mismunandi aldri:

 Aldur  Hver skoðar  Hvað er gert
 < 6 vikna  Hjúkrunarfr.  Heimavitjanir
 6 vikna  Hjúkrunarfr. og læknir  Skoðun
 9 vikna  Hjúkrunarfr.  Heimavitjun eða skoðun á heilsugæslustöð
 3 mánaða Hjúkrunarfr. og læknir  Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu.
 5 mánaða  Hjúkrunarfr.  Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu
 6 mánaða  Hjúkrunarfr.  Skoðun og bólusetning gegn Meningókokkum C
 8 mánaða  Hjúkrunarfr.  Skoðun og bólusetning gegn Meningókokkum 
 10 mánaða  Hjúkrunarfr. og lækni  Skoðun
 12 mánaða  Hjúkrunarfr.  Skoðun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemofilus influenzae sjúkdómi gerð b (Hib) og mænusótt í einni sprautu, pneumókokkum í annarri sprautu. PEDS Mat foreldra á þroska barna.
 18 mánaða  Hjúkrunarfr. og læknir  Skoðun og bólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum í einni sprautu, PEDS Mat foreldra á þroska barna
 2 1/2 árs  Hjúkrunarfr. Skoðun, PEDS Mat foreldra á þroska barna, BRIGANCE þroskaskimun
 4 ára  Hjúkrunarfr. Skoðun, sjónpróf, PEDS Mat foreldra á þroska barna, BRIGANCE þroskaskimun og bólusetning gegn kíghósta, barnaveiki og stífkrampa í einni sprautu

 

Ung- og smábarnavernd styðst við Leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd sem Embætti landdlæknis gefur út í samvinnu við Þróunarsvið.

Leiðbeiningarnar eru ætlaðar fagfólki en eru einnig mjög gagnlegar fyrir foreldra ungra barna.

Við 6 ára aldur tekur skólaheilsugæslan við. Frekari bólusetningar eru 12 ára, bólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, auk þess fá 12 ára stúlkur HPV-bólusetningu sem veitir vörn gegn leghálskrabbameini. Gefnar eru tvær sprautur með 6 mánaða millibili. 14 ára, bólusett gegn barnaveiki, stífkrampa, kíkhósta og mænusótt.