Helstu einkenni eru hiti, hósti, beinverkir og öndunarerfiðleikar. Fólk sem hefur einkenni sjúkdómsins á ekki að leita beint á heilsugæslu eða bráðamóttöku, heldur hringja fyrst til að fá ráðleggingar.
Góður handþvottur/hreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit.
Handþvottur með vatni og sápur er æskilegastur ef hendur eru sjáanlega óhreinar, en hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti s.s. hurðarhúna, posa eða greiðslukort og innkaupagrindur má hreinsa með handspritti.