Opnunartími frá 08 - 17

Um Heilsugæsluna Salahverfi

Starfssemi Heilsugæslunnar í Salahverfi hófst 20. janúar 2004. Rekstrarformið var á grundvelli útboðs og var nýtt hvað varðar heilsugæslustöðvar hér á landi. Meginmarkmið ráðuneytisins með útboði reksturs heilsugæslustöðvarinnar var að auka aðgengi, hagkvæmni og skilvirkni í heilsugæslunni. Einnig að tryggja samfellda, aðgengilega og heildræna þjónustu. Núverandi rekstrarform er það sama og á öðrum einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Greiðslur til rekstursins frá ríki fer nú fram á sama hátt til allra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, bæði þær sem eru í opinberum rekstri og einkarekstri. 

Einkahlutafélagið Salus rekur heilsugæslustöðina samkvæmt samningi milli félagsins og Sjúkratrygginga Íslands sem undirritaður var í desember 2016 með gildistíma til 31. desember 2021. Salus ehf. átti á sínum tíma hagstæðasta tilboð í reksturinn, bæði hvað varðaði mat á faglegum þáttum og verð.

Heilsugæslunni í Salahverfi er fyrst og fremst ætlað að leggja áherslu á kjarnaverkefni heilsugæslunnar í þjónustu sinni, þ.e. almenna læknis- og hjúkrunarþjónustu, meðgönguvernd, ungbarnavernd og skólaheilsugæslu. Heimahjúkrun á þjónustu heilsugæslustöðvarinnar er þjónað miðlægt af Heilsugæslunni í Kópavogi.

Aðal þjónustusvæði Heilsugæslunnar í Salahverfi er Linda-, Sala-, Kóra- og Vatnsendahverfi í Kópavogi. Skráðir skjólstæðingar Heilsugæslunnar í Salahverfi eru nú (september 2020) tæplega 16.000.

Markmið Heilsugæslunnar í Salahverfi er að veita skjólstæðingum sínum góða þjónustu. Góð heilsugæsla einkennist af góðu aðgengi og samfelldri þjónustu sem veitt er á viðeigandi hátt. Starfsfólk Heilsugæslunnar í Salahverfi leggur þess vegna mikla áherslu á gott aðgengi að þjónustunni, sem síðan mun leiða af sér hin meginatriði góðrar heilsugæslu, þ.e. möguleikum á samfelldri þjónustu veittri á viðeigandi hátt.

Okkar markmið, stefna og gildi.

 • Hlutverk
  Okkar hlutverk er að veita aðgengilega og samfellda heilbrigðisþjónustu með hag einstaklingsins og fjölskyldunnar í huga. Þjónustan grundvallast af sérþekkingu og byggir á þverfaglegu samstarfi.
 • Ábyrgð
  Við berum faglega ábyrgð á störfum okkar og gerum okkur grein fyrir gildi þess og mikilvægi fyrir skjólstæðinga okkar.
 • Traust
  Við gætum fyllstu virðingar og trúnaðar, gætum þagmælsku um þætti sem varða starfið og höfum í heiðri siðareglur við dagleg störf.
 • Þekking / Fagmennska
  Við öflum okkur þekkingar, símenntunar/endurmenntunar og nýtum hana til að byggja upp starf okkar. Við vinnum saman til að ná betri árangri í starfi okkar.
 • Virðing
  Við virðum og treystum hvert öðru, hlustum á aðra og virðum mismunandi viðhorf og skoðanir.
 • Heilsugæslan Salahverfi
 • Salavegi 2 - 201 Kópavogi
 • Sími 590 3900

 

Hvar erum við?

Heilsugæslan Salahverfi
Salavegi 2 - 201 Kópavogi
Sími
590 3900
Almennur opnunartími frá 08 - 17