Opnunartími frá 08 - 17

Jafnréttisáætlun Júní 2024 – Júní 2027

Jafnréttisáætlun Heilsugæslunnar í Salahverfi

Jafnréttisáætlun þessi gildir fyrir Heilsugæsluna í Salahverfi sem sameiginlegan vinnustað, óháð starfsstöð, samanber 5. grein laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynja (jafnréttislög). Hún kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki Heilsugæslunnar í Salahverfi þau réttindi sem kveðið er á um í jafnréttislögum. Stjórnendur eru ábyrgir fyrir því að ákvæðum jafnréttisáætlunarinnar sé framfylgt.

Það er stefna Heilsugæslunnar í Salahverfi að viðhalda og stuðla að jafnri stöðu kynja hjá heilsugæslunni í Salahverfi. Allt starfsfólk skuli njóta sömu tækifæra og sambærilegra réttinda og er kynbundin mismunun óheimil í hvaða formi sem hún birtist. Hjá stofnuninni á að ríkja launajafnrétti og skal jafnréttis gætt við ráðningar og tilfærslur í starfi. Þegar ráðið er í störf hjá Heilsugæslunni í Salahverfi skulu jafnréttissjónarmið metin til jafns við önnur sjónarmið.

Litið er á endur- og símenntun sem mikilvægan þátt í að efla og viðhalda mannauði Heilsugæslunnar í Salahverfi og þar skal gæta jafnréttis. Heilsugæslan í Salahverfi ber virðingu fyrir skyldum starfsfólks gagnvart fjölskyldu og er mikilvægt að starfsfólki séu skapaðar aðstæður til að samræma vinnu og einkalíf.

Koma skal fram við allt starfsfólk af virðingu og kurteisi í öllum samskiptum. Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni verður ekki undir neinum kringumstæðum umborin á vinnustaðnum. Heilsugæslan í Salahverfi lítur meðvirkni starfsfólks í einelti og kynbundnu ofbeldi og áreitni alvarlegum augum og mótar starfsumhverfi vinnustaðarins með það að markmiði að fyrirbyggja að starfsfólk komist í þá aðstöðu.

 
Page 1 of 2

 

Hvar erum við?

Heilsugæslan Salahverfi
Salavegi 2 - 201 Kópavogi
Sími
590 3900
Almennur opnunartími frá 08 - 17