Opnunartími frá 08 - 17


Vinsamlegast kynnið ykkur nýjustu fréttir vegna COVID-19 veirunnar – fréttirnar eru uppfærðar reglulega. Fara á vef Landlæknisembættisins
 

Í viku 19 er er búið að skipuleggja þessar bólusetningar í Laugardalshöll:

 

  • Þriðjudaginn 11. maí verður Pfizer bólusetning. Þá er seinni bólusetning og bólusetning kvenna sem eru yngri en 55 ára og eru í áhættuhópum. SMS boð verða send til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9-15.

Ekki eru staðfestir fleiri bólusetningardagar í þessari viku. Við bendum á bólusetningardagatalið varðandi vísbendingar um framhaldið 

 

Fyrirkomulag á bólusetningastað 

Allir eru beðnir um að mæta með skilríki og við minnum á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða.  Allir þurfa að bíða í um 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin.

 

 

Spurningar  

Ef þú ert með spurningar varðandi fyrirkomulag bendum við á Algengar spurningar um fyrirkomulag bólusetninga

Ef þú hefur spurningar varðandi bólusetningar og heilsufar bendum við á netspjallið á heilsuvera.is.    

Við bendum líka á ítarlegar upplýsingar varðandi bólusetningar, bóluefnin og aukaverkanir á covid.is/bolusetningar  

 

Afþakka bólusetningar 

Ef þú vilt hafna bólusetningu alfarið óháð bóluefni, sendir þú nafn þitt og kennitölu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þar er engum spurningum svarað.

Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það. 

Nú hafa þau sem fengu fyrri skammt af AstraZeneca í febrúar fengið boð um að koma í bólusetningu á fimmtudaginn til að fá seinni skammtinn.
 
Í boðuninni var ekki möguleiki að sleppa konum fæddum 1967 eða síðar.
 
Þessar konur geta valið hvort þær fá AstraZeneca fimmtudaginn 6. maí eða Pfizer þriðjudaginn 11. maí.

Frekar er mælt með því að seinni sprautan sé líka AstraZeneca ef konan er sátt við það.
 
Þær þurfa ekki að láta vita hvort þær velja, heldur mæta á réttum degi miðað við hvort bóluefnið þær velja. Þær munu fá nýtt boð.

Frétt uppfærð 5. maí

Seinni skammturinn

Hvenær er seinni sprautan af Pfizer?
Oftast er boðað í seinni skammt eftir 3 vikur. Til að hámarka virkni þurfa að lágmarki 19 dagar að líða milli skammta og að hámarki 42. Seinni skammtur innan 6 vikna sleppur.

Seinni skammturinn

Hvenær er seinni sprautan af Pfizer?
Oftast er boðað í seinni skammt eftir 3 vikur. Til að hámarka virkni þurfa að lágmarki 19 dagar að líða milli skammta og að hámarki 42. Seinni skammtur innan 6 vikna sleppur.

Hvenær er seinni sprautan af Moderna?
Oftast er boðað í seinni skammt eftir 4 vikur. Til að hámarka virkni þurfa að lágmarki 25 dagar að líða milli skammta og að hámarki 35. Seinni skammtur innan 5 vikna er í lagi. (Svar uppfært 6. maí)

Hvenær er seinni sprautan af  AstraZeneca
Oftast er boðað í seinni skammt eftir 12 vikur. Til að hámarka virkni er best að það líði 12 vikur. Ef nauðsyn krefur má hafa styttra bil en vörn er betri með lengra bili. Bil milli skammta má aldrei vera styttri en 4 viku. Hægt er að mæta í bólusetningu með Astra Zeneca áður en liðnar eru 12 vikur, ef liggur á að ljúka seinni bólusetningu. Ekki þarf að láta vita, bara fylgjast með fréttum af því hvenær er verið að bólusetja með AstraZeneca. 

Hvað gerist ef ég missi af seinni sprautunni innan tímarammans?
Fáðu þá seinni sprautuna eins fljótt og þú getur. Líklegt er að það sé betra en ekki þó að ekki sé hægt að tryggja fulla virkni.

Hvenær eru ungar konur sem fengu fyrri sprautu af AstraZeneca  bólusettar með seinni skammti af öðru bóluefni? 
Allir sem fengu fyrri skammtinn í í febrúar fengu boð í seinni skammtinn. Þær konur sem eru fæddar 1967 eða síðar hafa val um að fá AstraZeneca fimmtudaginn 6. maí eða Pfizer þriðjudaginn11. maí. Þær þurfa ekki að láta vita hvort þær velja, heldur mæta á réttum degi miðað við hvort bóluefnið þær velja. Þær fá nýtt boð. Frekar er mælt með því að seinni sprautan sé líka AstraZeneca ef konan er sátt við það. (Svar uppfært 5. maí)

Ég fékk fyrri sprautu í útlöndum get ég fengið sinni sprautu heima?
Ef það er bóluefni sem notað er á Íslandi er það hægt í flestum til fellum.  Hægt er að fylgjast með bólusetningadögum og efni. Mæta í Laugardalshöll með upplýsingar um fyrri bólusetningu, þegar kominn er tími á seinni bólusetningu.  

Ég er boðuð í fyrstu sprautu, get ég fengið seinni sprautu í útlöndum?
Við getum engu svarað um það. Það fer eftir áfangastað.

Barnshafandi konur

Ég er barnshafandi. Á ég að fara í bólusetningu?
Hér á landi hafa barnshafandi konur ekki verið tilgreindar í áhættuhópi vegna COVID-19 sýkingar vegna þungunar. Þær konur sem tilheyra forgangshópum sem þegar hafa verið bólusettir hafa getað þegið bólusetningu þrátt fyrir þungun, en mælt er með að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu en ekki þegar líffæramyndun er í hámarki á fyrsta þriðjungi. Erlendis er sums staðar sama stefna og sums staðar litið á barnshafandi konur sem forgangshóp í COVID-19 bólusetningu. Í einstaka löndum er stefnan að bólusetja ekki barnshafandi konur.
Mesta reynsla og góð er af notkun mRNA bóluefnanna fyrir barnshafandi konur þar sem þau voru fyrst á markað. Þar til frekari upplýsingar liggja fyrir um notkun Janssen bóluefnis hjá barnshafandi konum verða mRNA bóluefnin notuð fyrir þær hér á landi. (Spurningu og svari bætt við 5. maí).

Vil ekki AstraZeneca

Ég fékk boð í Astra en vil það ekki. Hvenær fæ ég annað bóluefni?
Þegar búið er að að bólusetja hópa sem geta ekki fengið AstraZeneca verður þeim sem hafna AstraZeneca án rökstuðnings boðin bólusetning með öðrum bóluefnum. Þetta verður sennilega í sumarbyrjun.

Ég fékk upphaflega boð í Pfizer/Moderna sem ég gat ekki nýtt mér. Nú fæ ég boð í AstraZeneca og mér er sagt að mér standi ekkert annað til boða?
Leiðbeiningar og verklag hafa breyst siðan þú fékkst fyrsta boðið. Fyrst var talið að eldri en 65 ættu ekki að fá AstraZeneca en nú hefur komið í ljós að efnið hentar einmitt vel fyrir þennan hóp. Því færð þú nú boð í AstraZeneca til að hægt sé að nota Pfizer/Moderna fyrir hópa sem mega ekki fá AstraZeneca.

Ég tel að ég geti ekki fengið AstraZeneca vegna undirliggjandi sjúkdóma en er búin að fá boð í bólusetningu með því efni?
Heilsugæslan þín getur óskað eftir öðru bóluefni fyrir þig ef rökstudd ástæða byggð á sjúkraskrá er til staðar. Ef þú ert með ákveðnar frábendingar fyrir Astra Zeneca, getur heilsugæslan tekið við þeim upplýsingum. Svo getur tekið 1-2 vikur að fá boð. Ef ekki er um tiltekna undirliggjandi sjúkdóma að ræða, fyrst og fremst segamyndun í bláæðum eða sjaldgæfa blóðsjúkdóma, er ekki hægt að fá annað bóluefni fyrr en í júní þegar verða auglýst opin hús. (Spurningu og svari bætt við 5. maí). 

Janssen

Eru einhverjir sem mega ekki fá Janssen?
Janssen er bara fyrir þá sem eru 18 ára á árinu og eldriAðrar frábendingar eru ekki.
Ef það er nauðsynlegt að fá bólusetningu á meðgöngu þá er komin meiri reynsla á mRNA bóluefnin.. (Svar uppfært 6. maí).

Vottorð

Hvar fæ ég vottorð um bólusetningu?
Á mínum síðum á heilsuvera.is. Þú þarft að vita númerið á vegabréfinu þínu og 7 dagar þurfa að hafa liðið frá seinni bólusetningu. Vottorðið er á íslensku, ensku og frönsku og er ókeypis.

Get ég fengið vottorð um að hafa fengið fyrri skammt?
Á mínum síðum heilsuveru. Þú þarft að vita númerið á vegabréfinu þínu. Á vottorðinu kemur fram dagssetning fyrri skammts og að bólusetningu sé ólokið. Vottorðið er á íslensku, ensku og frönsku og er ókeypis.

Gula bólusetningarskírteinið
Ef áfangastaður fer fram á „gula bólusetningarskírteinið“ er hægt að nálgast það á heilsugæslustöðvum, gegn greiðslu.   

Listar og boðun

Ég er ekki með snjallsíma og get ekki opnað strikamerki?
Þá gefur þú upp kennitölu á bólusetningastað og þér er flett upp í kerfinu

Ég get ekki mætt á uppsettum tíma, má ég koma fyrr eða seinna sama dag?
Já, það má koma á öðrum tíma samdægurs ef nauðsyn krefur. Athugið að mæta frekar á fyrr en síðar því þegar líður á daginn er farið að boða aðra í stað þeirra sem mæta ekki. (Spurningu og svari bætt við 4. maí).

Ég fékk boð í Reykjavík en er úti á landi. Get ég mætt í minni heimabyggð? 
Stundum er það hægt en þú verður að kanna það hjá heilbrigðisstofnuninni á staðnum því oft eru ekki margir skammtar til skiptanna á smærri stöðum

Ég bý á landsbyggðinni en verð í Reykjavík á bólusetningardag? Get ég mætt þar?
Oftast getur þú fengið bólusetningu í Reykjavík ef verið er að nota sama bóluefni og þú fékkst boð í. 

Ég er í útlöndum og var að fá boð. Get ég fengið tíma þegar ég kem heim?
Já, þú getur mætt næst þegar er verið að bólusetja með því efni sem þú varst boðaður í. Þú þarft ekki að tilkynna forföll

Hvar get ég tékkað á hvort ég sé á forgangslista? Ég er með sjúkdóm sem ætti að setja mig í forgang en ég hef ekki fengið boð?
Mikill fjöldi er í forgangshópum og ekki búið að boða alla, það verður gert á næstu vikum þannig að við mælum með þolinmæði. Heilsugæslan þín getur kannað stöðu þína og óskað eftir að þú farir í forgangshóp ef ástæða er til. Svo getur tekið 1-2 vikur að fá boð. (Svar uppfært 5. maí)

16 til 18 ára börn með undirliggjandi? Hvenær eru þau bólusett? 
Við erum að bólusetja þennan hóp þessa viku og næstu vikur. 

Staðfest COVID-19 sýking? Þarf ekki að bólusetja?   
Þeir sem hafa fengið COVID-19 sýkingu fá boð um bólusetningu síðar á árinu. 

SMS boð
Athugið að fremst í SMS boði um bólusetningu kemur fram fornafn þess sem boðið er ætlað.

Ég veit ekki á hvern síminn minn er skráður og hef áhyggjur af því að ég fái ekki SMS?
Þú getur haft samband við símafyirtækið sem þú skiptir við og kannað það tímanlega. (Spurningu og svari bætt við 5. maí).

Ekkert boð eða missti af boði

Ég hef ekki fengið boð í bólusetningu þó minn árgangur sé búinn að fá?
Þú getur mætt næst þegar er opið hús í bólusetningu fyrir aldurshópa með bóluefni sem hentar þínu aldri/kyni.

Ég er nýr heilbrigðisstarfsmaður og allir á mínum vinnustað fóru í bólusetningu áður en ég byrjaði að vinna? 

Þinn vinnuveitandi leiðbeinir þér með þetta.

Ég fékk boð sem ég gat ekki nýtt mér. Hvað geri ég þá?
Þú getur mætt næst þegar er opið hús í bólusetningu fyrir þinn aldurshóp og það bóluefni sem þú fékkst boð í.

Fær maður nýtt boð ef maður mætir ekki með sínum aldurshópi?
Nei, en þú getur mætt næst þegar er opið hús fyrir þinn aldurshóp

Ósjúkratryggðir en búsettir á Íslandi:  
Ákvörðun Sóttvarnalæknis er að allir geta fengið bólusetningu hér á landi skv sínum aldurshóp. Ósjúkratryggðir geta því fylgst með hverja er verið að bólusetja hvern dag og mætt í Laugardalshöll á réttum degi.

Er hægt að vera á lista til að fá afgangsbóluefni í log dags?
Nei, í lok dags eru boðaðir þeir sem eru næstir samkvæmt boðunarlistum. (Spurningu og svari bætt við 5. maí).

Útgáfudagur fréttar 3. maí.

Síðast uppfært 6. maí kl.9:15.

Sjá einnig algengar spurningar og svör á vef Embættis landlæknis sem eru líka á ensku og pólsku.

Bólusetning gegn COVID-19 - Algengar spurningar og svör

Í viku 18 er er búið að skipuleggja þessar bólusetningar í Laugardalshöll:

  • Þriðjudaginn 4. maí verður Pfizer bólusetning. Þá er seinni bólusetning. Búið er að senda SMS boð til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag.
  • Miðvikudaginn 5. maí verður Janssen bólusetning. Verið er að leggja síðustu hönd á boðunarlista fyrir þennan dag.
  • Fimmtudaginn 6. maí verður Moderna bólusetning. Þá er seinni bólusetning. Búið er að senda SMS boð til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. 

Ekki eru staðfestir fleiri bólusetningardagar í þessari viku. Við bendum á bólusetningardagatalið varðandi vísbendingar um framhaldið 

Fyrirkomulag á bólusetningastað 

Allir eru beðnir um að mæta með skilríki og við minnum á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða.  Allir þurfa að bíða í um 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin.

Spurningar  

Ef þú hefur spurningar varðandi bólusetningar og heilsufar bendum við á netspjallið á heilsuvera.is.    

Við bendum líka á ítarlegar upplýsingar varðandi bólusetningar, bóluefnin og aukaverkanir á covid.is/bolusetningar  

Afþakka bólusetningar 

Ef þú vilt hafna bólusetningu alfarið óháð bóluefni, sendir þú nafn þitt og kennitölu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þar er engum spurningum svarað.

Hafi fólk bráðaofnæmi við stungulyfjum, eða af óþekktum toga, er ekki ráðlegt að bólusetja það. 

Page 1 of 3

 

Hvar erum við?

Heilsugæslan Salahverfi
Salavegi 2 - 201 Kópavogi
Sími
590 3900
Almennur opnunartími frá 08 - 17