Almennur opnunartími alla virka daga frá kl.  08 - 18

 

Námskeið um hugræna atferlismeðferð

  • Heilsugæslan í Salahverfi stendur reglulega fyrir námskeiði um hugræna atferlismeðferð. Leiðbeinandi er Íris Stefánsdóttir sálfræðingur heilsugæslustöðvarinnar.

 

  • Námskeiðið er haldið í samstarfi við Geðsvið Landspítala Háskólasjúkrahús og heitir „Mér líður eins og ég hugsa“. Það er samið af sálfræðingunum Pétri Tyrfingssyni og Agnesi Agnarsdóttur.

 

  • Rannsóknir hafa sýnt fram á árangur hugrænnar atferlismeðferð við margskonar sálarmeinum eins og kvíða, þunglyndi, áfengis – og vímuefnavanda, neikvæðu sjálfsmati, áfallastreitu, svo eitthvað sé nefnt.

 

  • Á námskeiðinu er farið í undirstöðuatriði hugrænnar atferlismeðferðar og hvernig hægt er að hafa áhrif á líðan með því að grípa inn í sjálfvirk mynstur neikvæðra hugsana og óhjálplegra viðbragða.

 

  • Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað sem fræðsla og gagnast best þeim sem glíma við vægan til miðlungsalvarlegan kvíða – eða depurðarvanda.

 

  • Næsta námskeið hefst 20. febrúar 2020 og lýkur 18.mars. Um er að ræða sex vikulega tíma sem eru tvær klukkustundir í senn. Tímarnir eru á miðvikudögum frá kl.13.30 og standa til kl.15.30, í fundarsal heilsugæslunnar í Salahverfi.
  • Mikilvægt er að hafa í huga að námskeiðið felur í sér skuldbindingu um að mæta í alla tíma, taka virkan þátt, gera heimaverkefni milli allra tíma.

 

  • Skráning á námskeiðið fer fram í gegnum heimilislækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæður heilsugæslunnar í Salahverfi.

 

  • Fjöldi þátttakenda á hverju námskeiði er á bilinu 10 til 12.

 

  • Þátttakendur greiða 1800 króna komugjald fyrir hvern námskeiðstíma.

 

05.11.2019

Því miður er inflúensubóluefni ófáanlegt á stöðinni og mögulega verða frekari flensubólusetningar ekki í boði þennan veturinn. Ef unnt verður að fá meira bóluefni verða upplýsingar færðar inn hér á heimasíðuna.

 

 

06.01.2020

Bóluefni við hlaupabólu væntanlegt í byrjun mars samkvæmt upplýsingum frá innflutningsaðila.

 

25.10.2019

Því miður er bóluefni gegn hlaupabólu ekki fáanlegt hjá okkur né birgjum. Bólusetning verður mögulega ekki í boði fyrr en eftir áramót. Nánari upplýsingar verða settar á heimasíðuna um leið og þær liggja fyrir.

 

06.06.19

Sóttvarnalæknir undirbýr nú að hefja almenna bólusetningu við hlaupabólu árið 2020. Hún verður í boði endurgjaldslaust fyrir öll börn fædd 1. janúar 2019 eða síðar. 

Hlaupabóla Opnast í nýjum glugga er mjög algengur barnasjúkdómur hér á landi en rannsókn sem birt var 2009 sýndi að nær öll íslensk börn hafa fengið hlaupabólu fyrir 10 ára aldur og um helmingur fyrir 4ra ára aldur. Sýkillinn sem veldur hlaupabólu er veira sem er skyld öðrum algengum veirum í mönnum, s.s. frunsuveiru og einkirningasótt. Flest börn verða ekki alvarlega veik með hlaupabólu en yfirleitt vara veikindin í u.þ.b. viku með tilheyrandi vinnutapi foreldra og einnig er nokkuð algengt að sárin eftir hlaupabóluna sýkist með tilheyrandi læknisheimsóknum og lyfjakostnaði fyrir foreldra. Sum börn fá veiruna í heila, lifur eða lungu og geta veikindin orðið mun alvarlegri við slíkar sýkingar. Dauðsföll eru sjaldgæf meðal áður hraustra barna en koma fyrir. Veiran situr áfram í líkamanum eftir að veikindin ganga yfir og getur brotist fram síðar á formi ristils, útbrota sem geta valdið miklum sársauka, stundum vikum saman, og ef ristill kemur fram við auga getur hann valdið blindu. Ristill getur komið fram endurtekið hjá sama einstaklingi. Bólusetning við hlaupabólu dregur verulega úr hættu á hlaupabólu og þar með einnig úr líkum þess að bólusettur einstaklingur fái ristil í framtíðinni.

Bóluefni við hlaupabólu hafa verið notuð í Bandaríkjunum og víðar í um 30 ár með ágætum árangri og var almenn bólusetning tekin upp í Finnlandi nýlega. Bóluefni við hlaupabólu hefur verið á markaði hér í rúm 20 ár en var lítið notað framan af. Undanfarin ár hafa foreldrar í vaxandi mæli keypt þessa bólusetningu fyrir börn sín og er nú svo komið að rúmlega 10% barna á leikskólaaldri hafa klárað bólusetningu við hlaupabólu. Það er of lágt hlutfall til að draga úr hinum reglulegu faröldrum sem við sjáum hérlendis, en með almennri bólusetningu er von til að dragi verulega úr faröldrum og mögulegt að þeir hverfi með tímanum ef þátttaka er góð.

Nokkur bóluefni við hlaupabólu eru skráð í Evrópu en þau innihalda öll lifandi veiklaða veiru, svipað og MMR bóluefnið sem ver gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Þau má því ekki nota fyrir einstaklinga með alvarlegan ónæmisbrest, hvort sem er meðfæddur eða áunninn, t.d. vegna ónæmisbælandi meðferðar eftir líffæragjöf.

Fyrirkomulag bólusetningarinnar við hlaupabólu verður auglýst nánar síðar en bólusetning er fullgild eftir tvo skammta með a.m.k. 4 vikna millibili.

Sóttvarnalæknir

Efni tekið af heimasíðu embætti landlæknis

Page 1 of 2

 

Hvar erum við?

Heilsugæslan Salahverfi
Salavegi 2 - 201 Kópavogi
Sími
590 3900
Almennur opnunartími frá 08 - 18