It is now possible to register electronically for PCR test before travelling abroad where certificates of negative PCR tests for entering are a requirement. Please note that the electronic registration is only for the testing center in Reykjavík, in other areas you must contact your clinic.
Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að panta tíma í covid19-bólusetningu. Það munu allir fá boð um bólusetningu þegar að þeim kemur.
Heilsugæslustöðvar munu sjá um framkvæmd bólusetninganna en sjá ekki um að raða einstaklingum niður í forgangshópa. Því er fólk beðið um að hringja ekki á heilsugæsluna til að spyrjast fyrir um niðurröðunina.
Enginn sem óskar eftir bólusetningu mun missa af henni.
Birt hefur verið reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna COVID-19. Sóttvarnarlæknir ber ábyrgð á skipulagningu bólusetninganna, þar á meðal röðun í forgangshópa.
Nánari upplýsingar um bólusetninguna er að finna á www.covid.is
Vinsamlegast athugið! Ekki leita beint á heilsugæslu, hringið fyrst.
Til að draga úr smithættu er fólki, sem hefur ástæðu til þess að ætla að það hafi sýkst af kórónaveirunni, bent á að hringja á sína heilsugæslu á opnunartíma eða í vaktsímann 1700 til að fá leiðbeiningar. Vaktsíminn er opinn allan sólarhringinn.
Helstu einkenni eru hiti, hósti, beinverkir og öndunarerfiðleikar. Fólk sem hefur einkenni sjúkdómsins á ekki að leita beint á heilsugæslu eða bráðamóttöku, heldur hringja fyrst til að fá ráðleggingar.
Góður handþvottur/hreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit.
Handþvottur með vatni og sápur er æskilegastur ef hendur eru sjáanlega óhreinar, en hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti s.s. hurðarhúna, posa eða greiðslukort og innkaupagrindur má hreinsa með handspritti.