Opnunartími frá 08 - 17


Vinsamlegast kynnið ykkur nýjustu fréttir vegna COVID-19 veirunnar – fréttirnar eru uppfærðar reglulega. Fara á vef Landlæknisembættisins
 

Boðið verður upp á sýnatökur vegna Covid-19 í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Suðurlandsbraut 34 yfir páskana þó lokað verði á föstudaginn langa og páskadag.

Opnunartímar á Suðurlandsbrautinni yfir páskana verða eftirfarandi:

Skírdagur 14. apríl: Opið milli klukkan 9 og 12.

Föstudagurinn langi, 15. apríl: Lokað

Laugardagurinn 16. apríl: Opið milli klukkan 9 og 12.

Páskadagur, 17. apríl: Lokað

Annar í páskum, 18. apríl: Opið milli klukkan 9 og 12.

Sumardagurinn fyrsti, 21. apríl: Opið milli klukkan 9 og 12.

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á sýnatökum vegna Covid-19 frá og með næstu mánaðarmótum. Frá föstudeginum 1. apríl mun eingöngu verða boðið upp á PCR-sýnatökur á Suðurlandsbraut 34 en hægt verður að bóka hraðpróf vegna ferðalaga hjá einkaaðilum.

Einkennasýnatökur

Þeir sem eru með einkenni sem benda til þess að viðkomandi sé með Covid-19 geta bókað sýnatöku  á mínum síðum á vefnum Heilsuvera. Hægt er að leita sér aðstoðar við að bóka einkennasýnatöku á netspjalli Heilsuveru. Ekki þarf að greiða fyrir þessa þjónustu.

Sjúklingar með Covid-19 sýna oft eitt eða fleiri af einkennunum hér að neðan:

 • Hálsbólga 
 • Hósti 
 • Kuldahrollur 
 • Hiti 
 • Óþægindi frá meltingarvegi, uppköst eða niðurgangur 
 • Kvef, nefrennsli eða stíflað nef
 • Bein- og vöðvaverkir 
 • Þreyta og slappleiki 
 • Bragð- og lyktarskyn hverfur 
 • Erfiðleikar við öndun
 • Höfuðverkur

Ferðalög

Þeir sem þurfa að fara í PCR-sýnatöku vegna ferðalaga geta bókað sýnatökuna á vefnum travel.covid.is. Sýnatakan og vottorðið kosta 7.000 krónur. 

Ekki verður boðið upp á hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem þurfa að fara í hraðpróf vegna ferðalaga geta bókað sýnatöku á hradprof.is eða testcovid.is en sú þjónusta er ekki á vegum heilsugæslunnar.

Undanfarnar vikur hefur verið stígandi í fjölda inflúensugreininga hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og líklegt er að eiginlegur faraldur sé yfirvofandi þó útilokað að halda því fram með vissu, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Álag vegna COVID-19 er nú mikið á heilbrigðisstofnunum og full ástæða til að hindra eins og hægt er að inflúensufaraldur verði útbreiddur næstu vikurnar.

Bólusetning er mikilvæg leið til að draga úr alvarleika inflúensuveikinda, sérstaklega hjá áhættuhópum. Yfirlit yfir bólusetningar sem einstaklingar hafa fengið er hægt að finna á mínum síðum Heilsuveru. 

Búast má við að bólusetning geti veitt að minnsta kosti 60 til 70 prósent vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast. Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að sem flestir verði bólusettir, ekki síst þeir sem tilheyra forgangshópum.

Einnig skipta persónubundnar sóttvarnir miklu, eins og þekkt er vegna Covid-19 faraldursins. Þar er átt við handhreinsun og notkun á grímum auk þess að mæta ekki í vinnu eða í fjölmenni sé einstaklingur með einkenni.

Inflúensa er veirusýking sem einkennist af háum hita, þurrum hósta, höfuðverk, beinverkjum, oft með hálssærindum og nefrennsli. Einkennin koma snögglega. Hætta á alvarlegum fylgikvillum inflúensu er mest meðal aldraðra og fólks með bælt ónæmiskerfi, en inflúensan leiðir á hverju ári til dauðsfalla meðal eldri borgara.

Þeir sem ekki fengu bólusetningu síðastliðið haust eða eftir það geta haft samband í síma 590-3900 til að bóka tíma í bólusetningu.

 
 
Bólusetningar vegna COVID-19 munu færast frá Laugardalshöll yfir í heilsugæslustöðvarnar frá og með mánudeginum 28. febrúar.
 
Á heilsugæslustöðvunum verður bæði hægt að fá grunnbólusetningar fyrir alla 5 ára og eldri og örvunarbólusetningar fyrir 16 ára og eldri. Til að fá örvunarbólusetningu þurfa fjórir mánuðir eða meira að hafa liðið frá seinni skammti grunnbólusetningar.
 
Þau sem vilja nýta sér þessa þjónustu heilsugæslustöðvanna þurfa að bóka tíma í heilsugæslu á Mínum síðum á vefnum Heilsuvera.is (farið er inn í „Tímabókun“ í stikunni vinstra megin á skjánum). Foreldrar og forræðisaðilar geta bókað tíma fyrir börn 15 ára og yngri. Þau sem ekki eru með rafræn skilríki geta hringt beint í sína heilsugæslustöð til að bóka tíma í bólusetningu.
 
Ekki þarf að greiða fyrir þessa þjónustu heilsugæslunnar, hvorki fyrir komu né fyrir bóluefnið sjálft.
 
Ekki verður bólusett alla daga á öllum heilsugæslustöðvum. Til að nýta bóluefnið sem best verður bólusett á ákveðnum dögum á hverri heilsugæslustöð. Stefnt er á að nota eingöngu bóluefni frá Pfizer.
 
Hægt er að fá nánari upplýsingar um þessa þjónustu á netspjallinu á vefnum Heilsuvera.is. Einnig er hægt að hringja í Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar alla daga milli 8 og 22 í síma 513 1700 eða hafa samband beint við næstu heilsugæslustöð.
 
Þau sem þegar hafa fengið COVID-19 þurfa að kynna sér samantekt á reglum og ráðleggingum fyrir einstaklinga með sögu um COVID-19 frá Embætti landlæknis.
Page 1 of 4

 

Hvar erum við?

Heilsugæslan Salahverfi
Salavegi 2 - 201 Kópavogi
Sími
590 3900
Almennur opnunartími frá 08 - 17