Opnunartími frá 08 - 17

Heilsuvernd eldri borgara

Á Heilsugæslunni Salahverfi er í boði þjónusta fyrir eldri borgara sem hjúkrunarfræðingar sjá um í samvinnu við heimilislækna stöðvarinnar.

Með hækkandi aldri verða ýmsar breytingar í líkamanum og hætta á sjúkdómum eykst. Samspil aldurstengdra breytinga, s.s. sjúkdómar og lyfjanotkun geta leitt af sér minni færni en áður var.

Markmið þjónustunnar er að styðja við eldri borgara svo þeir geti búið sem lengst heima með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning, ráðgjöf og upplýsingar, m.a. um þau þjónustuúrræði sem í boði eru.

Hjúkrunarfræðingar sinna heilsuvernd eldri borgara og eru tengiliðir Heilsugæslunnar Salahverfi við Heimaþjónustu Kópavogs og Heimahjúkrun.

Símaráðgjöf og tímapantanir eru frá kl. 08-15 alla virka daga í síma 5903900.

 

Hvar erum við?

Heilsugæslan Salahverfi
Salavegi 2 - 201 Kópavogi
Sími
590 3900
Almennur opnunartími frá 08 - 17