Almennur opnunartími alla virka daga frá kl.  08 - 18

Skólaheilsugæsla

Meginmarkmið skólaheilsugæslu er að börn fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu líkamlegu, andlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á hverju sinni.

Starfssvið skólahjúkrunarfræðings er yfirgripsmikið. Helstu störf eru reglubundnar skoðanir, bólusetningar, viðtöl, fræðsla og ráðgjöf af ýmsum toga, fyrirbyggjandi starf, heilsuefling og vinna við nemendavernd svo fátt eitt sé nefnt. Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra og forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra er veita skólabarninu þjónustu.

Heilsugæslan Salahverfi hefur umsjón með skólaheilsugæslu í 5 skólum. Þeir eru:

 • Lindaskóli
  Skólahjúkrunarfræðingar eru Sólrún Ólína Sigurðardóttir og Þorgerður Einarsdóttir. Skólalæknir er Böðvar Örn Sigurjónsson.
 • Salaskóli
  Skólahjúkrunarfræðingar eru Bylgja Rún Stefándsóttir og Jónína Erlendsdóttir. Skólalæknir er Haukur Valdimarsson.
 • Waldorfsskólinn Lækjarbotnum
  Skólahjúkrunarfræðingar eru Fjóla Grímsdóttir og Sólrún Ólína Sigurðardóttir.
 • Vatnsendaskóli
  Skólahjúkrunarfræðingur er Auður S. Jóhannsdóttir. Skólalæknir er Friðný Jóhannesdóttir.
 • Hörðuvallaskóli
  Skólahjúkrunarfræðingar eru Bylgja Rún Stefánsdóttir og Halla Hrund Arnardóttir. Skólalæknir er Guðmundur Ingi Georgsson.

 

Hvar erum við?

Heilsugæslan Salahverfi
Salavegi 2 - 201 Kópavogi
Sími
590 3900
Almennur opnunartími frá 08 - 18