Gjaldskrá þjónustu
Heilbrigðisráðuneytið hefur með "Reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu", sem gengur í gildi 1. janúar 2025, ákveðið eftirfarandi greiðslur sjúkratryggðra fyrir þjónustu heilsugæslunnar.
Sjúkratryggðir kunna að þurfa að greiða önnur gjöld fyrir heilbrigðisþjónustu, t.d. þegar heilsugæslulæknar vísa þeim til sérfræðinga eða í sérstakar læknisfræðilegar rannsóknir. Þau gjöld koma fram í reglugerðinni
Komur og vitjanir
Koma á heilsugæslustöð til lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og sjúkraþjálfara á dagvinnutíma, kl. 8:00 - 16:00,
- almennt gjald 500 kr.
Koma á heilsugæslustöð til lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og sjúkraþjálfara utan dagvinnutíma,
- almennt gjald 3.100 kr.
Vitjun læknis á dagvinnutíma, kl. 8:00 - 16:00,
- almennt gjald 3.400 kr.
Vitjun læknis utan dagvinnutíma,
- almennt gjald 4.500 kr.
Börn undir 18 ára aldri, börn með umönnunarkort, aldraðir og öryrkjar og þeir sem koma vegna mæðraverndar greiða ekki.
Rannsóknir og greiningar
Rannsókn með beiðni til rannsóknarstofu,
- almennt gjald 3.591 kr.
- aldraðir og öryrkjar 2.393 kr.
Krabbameinsleit,
- almennt gjald 500 kr.
- aldraðir og öryrkjar 0 kr.
Bólusetningar
Auk komugjalda greiða sjúkratryggðir fyrir bólusetningar á heilsugæslustöð (hvern skammt) samkvæmt gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega. Greiðslur fyrir bóluefni fara ekki inn í afsláttarstofn
Sjá gjaldskrá bólusetninga í öðrum flipa.
Bóluefni við árstíðabundinni inflúensu er að kostnaðarlausu þeim sem eru í tilgreindum áhættuhópum.
Ekki er greitt fyrir reglubundnar bólusetningar í heilsuvernd barna.
Önnur þjónusta
Auk komugjalda skulu sjúkratryggðir 18 ára og eldri, aldraðir og öryrkjar greiða fyrir aðra þjónustu sem hér segir:
- Þungunarpróf, 904 kr.
- Streptókokkarannsóknir, 650 kr.
- Lyfjaleit í þvagi, 904 kr.
- CRP (C-reaktíft prótein), 1.185 kr.
- HbA1c (glýkósýlerað hemóglóbín), 1.695 kr.
- Berklapróf (Mantoux), kostnaðarverð/innkaupsverð. sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega
- Lykkja (T), 4.777 kr.
- Hormónalykkja, kostnaðarverð/innkaupsverð. sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega
- Ofnæmispróf (prick húðpróf), kostnaðarverð/innkaupsverð. sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega
- Pokar vegna blóðaftöppunar, 1.468 kr.
- Afnot af rannsóknatæki fyrir kæfisvefn, 7.043 kr.
- Leigugjald fyrir afnot af blóðþrýstingsmæli í 24 stundir, 7.043 kr.
- ADHD greining fullorðinna / Þjónustugjald hjá ADHD teymi, 28.235 kr.
Námskeið
Námskeið vegna meðgönguverndar, fyrir foreldra og heilsuvernd barna er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Heilsueflandi námskeið varðandi lífstíl og áhættuþætti heilsu, tengd sjúkdómum s.s. sykursýki, offitu og geðheilbrigði og tengd ákveðnum æviskeiðum, s.s. breytingaskeiði og öldrun. Skal greitt fyrir námskeið sem er eitt skipti samtals 5.195 kr, tvö til þrjú skipti samtals 10.390 kr., fjögur til sex skipti samtals 16.624 kr. og sjö til tíu skipti samtals 22.858 kr.
Læknisvottorð
Sjá gjaldskrá vottorða í öðrum flipa.
Greiðslur sjúkratryggðra fyrir heilbrigðisþjónustu og afsláttarstofn
Ef heildarkostnaður vegna heilbrigðisþjónustu í almanaksmánuði fer yfir ákveðna fjárhæð greiða Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) eða viðkomandi heilbrigðisstofnun, það sem umfram er.
- Hámarksgreiðsla sjúkratryggðs almennt er 35.824 kr.
- Hámarksgreiðsla aldraðra, öryrkja, barna og barna með umönnunarmat er 23.884 kr.
- Hámarksgreiðsla barna í sömu fjölskyldu (með sama fjölskyldunúmer) er 23.884 kr.
Greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu mynda afsláttarstofn. Afsláttarstofn verður aldrei hærri en hámarksgreiðsla í almanaksmánuði. Afsláttarstofn flyst á milli mánaða að frádregnum 1/6 hluta af hámarksgreiðslu um hver mánaðamót, óháð greiðslum sjúkratryggðs. Við ákvörðun greiðsluþátttöku skal leggja saman afsláttarstofn og greiðslur. Séu samanlagðar greiðslur lægri en hámarksgreiðsla greiðir sjúkratryggður kostnaðinn allt að hámarksgreiðslu.
Veitendur heilbrigðisþjónustu skila upplýsingum um þjónustugjöld til SÍ jafnóðum.
Nánari upplýsingar um greiðsluþátttökukerfið eru á vef Sjúkratrygginga Íslands
Orðskýringar
- Aldraður: Sjúkratryggður einstaklingur 67 ára og eldri og sjómaður 60 ára og eldri sem stundað hefur sjómennsku í 25 ár eða lengur
- Börn: Sjúkratryggðir einstaklingar yngri en 18 ára.
- Börn með umönnunarmat: Sjúkratryggð börn og ungmenni á aldrinum 18 og 19 ára sem eru með umönnunarmat frá Tryggingastofnun ríkisins
- Sjúkratryggðir almennt: Sjúkratryggðir einstaklingar aðrir en aldraðir, öryrkjar, börn og börn með umönnunarmat.
- Öryrki: Sjúkratryggður einstaklingur sem hefur verið metinn til a.m.k. 75% örorku hjá Tryggingastofnun ríkisins.