Almennur opnunartími alla virka daga frá kl.  08 - 18

Rannsóknaþjónusta

Lífeindafræðingur frá Rannsóknastofunni í Mjódd kemur á stöðina og tekur blóðsýni að beiðni lækna. Einnig er tekið á móti öðrum sýnum til rannsóknar s.s. saursýnum, hálsstrokum, þvagsýnum og klamydiusýnum. Niðurstöður berast til lækna stöðvarinnar.

Lífeindafræðingurinn er á stöðinni þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 8 til 9.
MUNIÐ AÐ MERKJA SÝNIN!

 

Lungnamælingar

Lungnamælingar eru mikilvægar við greiningu, meðferð og eftirlit lungnasjúkdóma. Lungnamælingar geta nýst sem vopn í baráttunni gegn tóbaksnotkun. Því seinna sem langvinnur lungnateppusjúkdómur greinist því færri læknisfræðileg úrræði eru til staðar. Ef fram heldur sem horfir, verður langvinn lungnateppa þriðja algengasta dánarorsök hér á landi á næstu áratugum.

Hvenær á að gera lungnamælingar?

  • Hjá reykingarmönnum yfir 40 ára.
  • Hjá sjúklingum með lungnaeinkenni, til greiningar lungnasjúkdóma.
  • Til stigunar lungnateppusjúkdóma.
  • Til að fylgjast með árangri meðferðar hjá sjúklingum með lungnateppusjúkdóma.
  • Til að greina atvinnusjúkdóma í öndunarfærum.
  • Til að meta örorku.

Einnig er boðið upp á hjartalínurit, blóðþrýstingsmælingar, blóðsykurs- og blóðfitumælingar.

 

Hvar erum við?

Heilsugæslan Salahverfi
Salavegi 2 - 201 Kópavogi
Sími
590 3900
Almennur opnunartími frá 08 - 18